Þríþrauta fréttir

Heimsbikarsmótaröðin fór fram í Weihai í Kína þann 22. september 2018. Í þessari þríþrautaseríu voru skráðar tæplega 50 konur. Þar var Íslendingurinn hún Guðlaug Edda að keppa en hún lenti í 24. sæti. Það var keppt í ólympískri þraut sem samanstóð af 1500 metra sundi, 40 kílómetra hjóli og 10 kílómetra hlaupi.

Guðlaug Edda stóð sig rosalega vel en hún var í fjórða sæti strax eftir sundið. Hún missti þó af fremsta hóp en náði samt sem áður að vinna sig upp að fremstu konunum. Það voru í kringum 30 konur saman í hjólahóp en þar kom Guðlaug Edda gríðarlega sterk inn.

Að lokum var hlaupið og það voru sex konur sem voru þar fremstar. Guðlaug Edda fékk hinsvegar krampa í lærin, enda var hjólabrautin erfið. Hún hægðist því aðeins á en kláraði samt hringinn sterk. Fyrir keppnina var hún skráð í 35 sæti á styrkleikalistanum. En það var hún Taylor Spivy sem sigraði að lokum keppnina.

Þann 30. september síðastliðin fór fram sprettþraut í Risor Noregi. Keppnin var 8. stigamót sumarsins í unglingaflokki (17-19 ára) í Noregi. Fannar Þór Heiðuson, Íslendingur, :þríþraut keppti í þrautinni og vann sinn flokk. Hann endaði 4. af öllum í keppninni og var tími hans 60:31. Hann á einungis eftir eitt ár í þessum flokki en hann á klárlega eftir að halda áfram að gera stóra hluti í framtíðinni.

Þónokkuð margir Íslendingar hafa verið að leita til nágranna landa okkar til þess að keppa þar á stórmótum, eins og Noregi, Danmörku , Svíþjóð, Finnlandi og fleirum. Þó hafa Íslendingar einnig verið að fara á mörg stórmót í bæði Ameríku og einnig í Asíu. Við höfum verið að ná gríðarlegum árangri og megum við vera stolt af okkar flotta íþróttafólki. Oft getur verið erfitt að æfa fyrir slík stórmót á Íslandi, vegna aðstæðna sem við búum við og aðstæðum í öðrum löndum.