Þríþraut er íþróttagrein sem samanstendur af keppni í þremur mismunandi íþróttagreinum. Þær greinar sem keppt er í eru sund, hjólreiðar og hlaup. Mismunandi er eftir keppnum hversu langri vegalengd er keppt í.

Þríþraut er tiltölulega ný íþrótt sem keppnisgrein og hefur einungis verið keppt í henni á Ólympíuleikunum síðan árið 2000. Hún er þó eldri en það sem áhugamanna íþrótt og má rekja hana allt til ársins 1920. Á Ólympíuleikunum er keppt í bæði kvenna og karla flokki.

Um er að ræða 4 algengar vegalengdir í triathlon keppnum og er hægt að útfæra keppnir á marga vegu með þessum vegalengdum og geta aðstæður hverrar keppni spilað inn í þá útfærslu.

Sprett (e. spring) vegalengdir eru breytilegar eftir keppni en yfirleitt tiltölulega stuttar miðað við aðrar þríþrautar vegalengdir. Sprett vegalengdir eru yfirleitt í kringum 20 kílómetra hjólreiðar, 5 kílómentra hlaup og 750m sund.

Járnmaðurinn (e. ironman) kallast þær triathlon keppnir sem haldnar eru af Alheims Þríþrautar Sambandinu (World Triathlon Corporation). Ironman skiptist í hálfan Ironman og heilan Ironman eftir vegalengdum.

Hálfur Ironman:

Sund: 1,9km.

Hjólreiðar: 90km.

Hlaup: 21,09km.

Heill Ironman:

Sund: 3,8km

Hjólreiðar: 180km.

Hlaup: 42,195km.

Á Ólympíuleikunum er keppt í 40 kílómetra hjólreiðum, 10 kílómetra hlaupi og 1,5 kílómetra sundi. Þetta eru sömu vegalengdir og keppt var í á fyrsta heimsmeistaramótinu í þríþraut árið 1989.

Mjög strangar reglur gilda í þríþrautar keppnum og hefur verið gefið út 25 blaðsíðna formlegt rit sem inniheldur viðmiðunarreglur til að fara eftir á mótum. Meðal annars má nefna að ekki er leyfilegt að vera með tónlist í eyrunum á meðan keppni stendur, að henda frá sér rusli s.s. umbúðum af orkustöngum eða vatni er ekki leyfilegt, áhorfendur mega horfa á en ekki hlaupa með þér neinn hluta keppninnar auk þess sem áhorfendur mega ekki láta þig fá mat, drykk eða nokkuð annað á meðan á keppni stendur. Þetta er einungis brot af þeim fjölmörgu reglum sem gilda í íþróttinni.