Þríþraut er íþrótt sem samanstendur af sundi, hjólreiðum og hlaupum. Það eru margvíslegar vegalengdir í boði í þríþraut en sú lengsta er kölluð heill járnmaður og samanstendur af 3,8 kílómetra sundi, 180 kílómetra hjóli og þrautin endar á því að hlaupa 42 kílómetra. Helstu vegalengdir í þríþraut eru:

Sund/hjól/hlaup

Sprettbraut: 400 m sund/10-12 km hjól/ 2-3 km hlaup.

Hálf Ólympísk: 750m/ 20 km/ 5 km.

Ólympísk vegalengd: 1,5 km, 40 km./ 10 km.

Hálfur Járnmaður: 1,9 km./ 90 km. /21,1 km.

Járnmaður: 3,8 km. /180 km. /42,2 km.

Lengsta þríþrauta keppnin á uppruna sinn að finna til Waikiki til ársins 1977. John Collins og nokkrir félagar vildu sameina mikilvægustu íþróttaviðburði eyjunnar í eina keppni. Fyrsta keppnin var því tekin ári seinna og hét IRONMAN HAWAII.

Þríþraut varð til í Frakklandi á 3. áratug 20.aldar. Það var Jim Curl sem bjó til hina stöðluðu ólympíuvegalengd sem er 1500 m sund, 40 km hjólreiðar og 10 km hlaup, en það var um miðjan 9. áratug.

Árið 1989 var stofnað alþjóðlega þríþrautasambandið í Avignon, Frakklandi. Þríþrautasambandið sér um árlega útsláttarkeppni fyrir heimsmeistaramótið í þríþraut. Þríþrautasambandið var stofnað með þeim tilgangi að þríþraut yrði viðurkennd íþrótt og yrði vonandi keppt í henni á Ólympíuleikunum, sem síðar gerðist fyrst árið 2000 í Sydney.

Á Íslandi er þríþraut gríðarlega vinsæl íþrótt. Slík íþrótt krefst mikils þols og styrks. Margir Íslenskir keppendur hafa verið að fara út til ýmsa landa til þess að keppa í þríþraut. Mörg félög á höfuðborgarsvæðinu eru að þjálfa keppendur fyrir þríþrautir.

Vinsælasta þríþrautakeppnin á Íslandi er á vegum WOW og heitir WOW þríþrautakeppnin. Hún var haldinn 27. maí síðast liðinn og fór fram í Ásvallalaug í Hafnafirði. Vegalengdin var hálf ólympísk vegalengd. Keppt var í fjórum aldursflokkum karla og kvenna sem var eftirfarandi:

16-29 ára

30-39 ára

40-49 ára

50 ára og eldri.