Þríþraut fyrir byrjendur

Hefur þú áhuga á þríþraut?

Þríþraut er íþrótt sem krefst mikils úthalds og hörku, en þríþraut eða eins og hún er kölluð á ensku “triathlon“ samanstendur af sundi, hjólreiðum og hlaupi. Þótt þríþraut hljómi eins og íþrótt sem er bara ætluð atvinnumönnum þá er hún samt sem áður mjög vinsæl meðal áhugafólks, sem er ekki endilega að taka þátt í henni til að vinna eða keppa við aðra. Þríþraut er nefnilega mjög góð íþrótt til að stunda ef þú vilt komast í gott form. Því er mikið af fólki að prófa að taka þátt í þríþraut eða jafnvel æfa fyrir þríþraut, þótt það taki aldrei þátt í neinum mótum. Þannig ef þú ert byrjandi og vilt prófa þríþraut þá endilega taktu áskoruninni, því þótt orð eins og „þríþraut“ geti hrætt fólk og það haldi að þetta sé bara fyrir afreksfólk þá er það alls ekki þannig. Þríþraut getur einnig verið fyrir áhugafólk til að gera þetta sér til gamans og hreystis. Því öll höfum við einhvern tímann yfir ævina synt, hjólað eða hlaupið, hér er þetta þrennt bara sameinað í eina heild. Margt fólk er að æfa þríþraut sér til gamans og skemmtunar og því getur skapast góður hópandi.

Ein helsta þríþrautar íþróttamanneskja á Íslandi í dag er hún Guðlaug Edda Hannesdóttir en hún tók þátt á Meistaramóti Evrópu fyrr í sumar með góðum árangri, en hún endaði í 20.sæti.

Sem byrjandi þá ertu kannski ekki að fara feta endilega í fótspor Guðlaugar en hún er frábær fyrirmynd íslenskra ungmenna sem vilja ná árangri í íþróttinni.

Á Íslandi er starfrækt Þríþrautarsamanband Íslands sem heldur utan um mót hérlendis og einnig keppendur sem vilja ná árangri og fara á stórmót erlendis. Íþróttin fer bara vaxandi og verður vinsælli með tíanum. Þannig ef þú hefur áhuga á þríþraut, vertu þá ekki hræddur við íþróttina, heldur kynntu þér málin og skelltu þér í heilsusamlegt og skemmtilegt sport.