Reglur þríþrautar (e.triathlon) eru tiltölulega flóknar og strangar. USAT, eða USA Triathlon, hefur gefið út keppnisreglur sem notast skal við á mótum til að tryggja samræmi í dómgæslu og stjórnun móta. Sem dæmi um reglur sem mikilvægt er að þekkja má nefna að:

Hjálmar eru skylda og þeir hjálmar sem notast er við þurfa að vera samþykktir af Neytendavöruvernd Bandaríkjanna (US Consumer Product Safety Commission) og þurfa hjálmarnir að vera smelltir undir höku alltaf þegar hjólreiðamaður er á hjólinu. Séu hjálmareglur brotnar er keppandi rekinn úr keppni.

Enginn má veita keppanda aðstoð af neinu tagi nema starfsmenn á vegum mótsins og heilbrigðisstarfsmenn.

Allur keppnisbúnaður þarf að vera geymdur á tilteknu svæði sem keppanda er úthlutað. Reiðhjólin þurfa að vera rétt geymd í uppréttri stöðu á hinu úthlutaða svæði. Ekki má snerta búnað annarra keppenda. Ekkert gler má fara inná þetta svæði. Tíma refsingar eru gefnar séu þessar reglur brotnar.

Í hjólreiða hluta keppninnar er mikilvægt að hafa 3 hjólalengdir á milli keppanda, fari viðkomandi nær en það skal hann fara fram úr innan 15 sekúndna. Mikilvægt er að tekið sé fram úr vinstra megin en þess á milli skal hjólreiðamaður halda sig hægra megin á brautinni. Tíma refsingar eru gefnar séu þessar reglur brotnar.

Skylda að fara eftir fyrirfram skilgreindum leiðum og augljóslega má ekki stytta sér leið.

Óíþróttamannsleg hegðun er ekki leyfileg, s.s. niðurlægingar og ofbeldisfullt tal. Brottrekstur úr keppni eru afleiðingar slíkrar hegðunar.

Ekki er leyfilegt að vera með heyrnartól eða neinskonar spilara á keppnissvæðum.

Skylda er að vera með keppnisnúmer á sér allan keppnistímann og stranglega bannað er að færa keppnisnúmer á milli manna án samþykkis keppnisstjóra. Keppendur geta farið í árs keppnisbann frá USAT séu þessar reglur brotnar.

Sé hitastig vatns 25,5 gráður á celsíus eða minna (78 fahrenheit) stendur keppendum til boða að vera í blautgalla.