Allra fyrsta þríþrautarkeppnin fór fram árið 1902 þar sem leikmenn byrjuðu á því að hlaupa, hjóla og kanóa. En það er einnig vitað að fólk keppti í hlaupi, sundi og hjólreiðum árið 1920, 1921, 1945 og á sjötta áratugnum. Keppnin er talin eiga uppruna sinn í Joinville-le-Pont, Meulan héraði í Frakklandi snemma á 20.öld

Fyrsta þríþrautarkeppnin í BNA fór fram í Mission Bay, San Diego, Kaliforníu þann 25. september 1974. Þar var keppninni stjórnað af Jack Johnstone og Don Shanahan. 46 einstaklingar tók þátt.

Keppt er þríþraut á mörgum mismunandi leikum, aðal sambandið er kallað The International Triathlon Union (ITU) og hefur það verið starfrækt síðan árið 1989. Þar er keppt í i Ironman og Ironman 70.3. Ironman keppnirnar eru undanúrslit fyrir heimsmeistarakeppnina sem er haldin hvert ár. Ironman heimsmeistarakeppnin er haldin í Kailua-Kona, Hawaii í október hvert ár, á meðan Ironman 70.3 er haldin í september hvert ár, en sú keppni breytir um staðsetningu reglulega.

Íþróttin kom fyrst fram á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Þar var keppt í 1500m sundi, 40km hjólreiðum og 10km hlaupi. Staðal Ólympíuvegalengdin er 1.5/40/10 km.

Flestar þríþrautar keppnir eru haldnar fyrir einstaklinga. Önnur leið til þess að keppa í þessari íþrótt er liðakeppni. Þar skipta meðlimir milli sín verkum. En hver einstaklingur þarf að synda, hjóla og hlaupa. Team Triathlon World Championship byrjaði með deildaskiptingu milla karla og kvenna, en árið 2009 var tekið upp 4×4 kerfi. Þar mátti hvert lið hafa tvo karla og tvær konur. Ungmanna Ólympíuleikarnir hafa einnig 4x blandað þríþrautarkerfi.

ITU samþykkir 5% staðalfrávik í hjóla og hlaupa vegalendir, nema þegar um stuttar þríþrautir er verið að ræða.

Sumarið 2016 var fyrst keppt í þríþraut á Ólympíuleikunum í Ríó. Keppnin byrjaði á hraðhlaupi en eftir það var hægt að fara á sex mismunandi vegum, það sem hentaði íþróttamanninum best.