Á Íslandi er að finna nokkur tækifæri til að keppa í þríþraut. Hér verður fjallað um þrjár keppnir þar sem keppt er í þríþraut.

WOW þríþrautin

Keppnin var síðast haldin 27. maí í ár og byrjaði hún í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Hér er um að ræða hálfa-þríþrautið. Sundið er 750 metrar, hjólað er 20 kílómetra og hlaupið er 5 kílómetrar. Keppt var í fjórum aldursflokkum í bæði karla- og kvennaflokki og svo var einnig boðið upp á að keppa í byrjendaflokki. 60 manns skráðu sig til leiks nú í vor og var það hann Sigurður Örn Ragnarsson sem bara sigur úr býtum en hann kom í mark á 56 mínútum og 25 sekúndum.

Laugarvatnsþríþrautin

24. júní síðastliðinn stóð íþróttafélagið Ægir í sjötta sinn fyrir Íslandsmeistarmóti í ólympískri þríþraut. Þar var þó einnig í boði að taka þátt í hálfri þríþraut. Keppnin er þó sérstök fyrir það leyti að í sundinu er keppt í sjálfu Laugarvatni og er því ansi kalt. Vegalengdir í ólympísku þríþrautinni eru 1500 metra sund, 40 kílómetra hjólreiðar og að lokum 10 kílómetra hlaup. En í ólympískuþrautinn er hægt að keppa bæði sem einstaklingur og sem lið. Þar var það, rétt eins og í WOW þríþrautinni, Sigurður Örn Ragnarsson sem sigraði keppnina á einni klukkustund, 51 mínútu og 45 sekúndum.

Kópavogsþríþrautin

Þessi keppni er árlega haldin af íþróttafélaginu Breiðablik og var síðast haldin þann 13. maí í vor. Keppnin er jafnframt elsta þríþraut sem haldin hefur verið samfleytt á Íslandi og þar að auki er hún fjölmennust en um það bil 100 manns taka þátt árlega. Keppt er í almennum flokki og byrjendaflokki og eru þá vegalengdirnar 400 metrar sund, 10,3 kílómetrar hjól og 3,5 kílómetrar hlaup. Þá er einnig í boði svokölluð fjölskylduþraut en þá er 200 metra sund, 5,2 kílómetrar hjól og 1,4 kílómetrar hlaup.