Hver mun sigra Ironman 2018?

Ef sagan kennir okkur eitthvað, þá eru fjórir menn sem eru líklegastir til að sigra Ironman World Championship 2018 í Kona.

Undanfarin ár hefur vefmiðillinn Triathlete spáð um stefnu í keppninni í karlaflokki á Ironman World Championship og það lítur út fyrir að spár þeirra séu ansi nákvæmar á hverju ári.

Það lítur út fyrir að reynsla (og fyrri árangur) hafi mikið að segja – og sérstaklega í hjólreiðakeppni karla. Á 21 ári af síðustu 22 árum, var sigurvegari karla í Ironman einn af topp fjórum árinu áður. Eina undantekningin frá þeirri reglu var þegar Þjóðverjinn Normann Stadler vann árið 2006 eftir DNF árið 2005 (hið fræga atvik um “of mikið lím”) en hann hafði unnið keppnina árið 2004. Fyrir tuttugu árum síðan, kom Belginn Luc Van Lierde eins og þruma úr heiðskíru lofti og vann keppnina og setti met í leiðinni (sem síðar var slegið af Craig Alexander og síðan af Patrick Lange) í frumraun sinni á Kona.

Ef sagan er einhver vísbending, mun sigurvegari karla í Ironman 2018 á Hawaii líklega vera einn af efstu fjórum mönnum frá 2017: sigurvegari: Patrick Lange (GER), annað sæti: Lionel Sanders (CAN), þriðja sæti: David McNamee (GBR) eða fjórða sæti: Sebastian Kienle (GER). Bæði Lange (2017) og Kienle (2014) hafa unnið keppnina áður en þetta yrði fyrsti sigur Sanders eða McNamee.

Svona voru síðustu 10 ár. Heldurðu að þessi þróun muni halda sér árið 2018?

Sigurvegari 2017: Patrick Lange (GER)

→ 2015: 3. sæti

Sigurvegari 2016: Jan Frodeno (GER)

→ 2015: 1. sæti

Sigurvegari 2015: Jan Frodeno (GER)

→ 2014: 3. sæti

Sigurvegari 2014: Sebastian Kienle (GER)

→ 2013: 3. sæti

Sigurvegari 2013: Frederik Van Lierde (BEL)

→ 2012: 3. sæti

Sigurvegari 2012: Pete Jacobs (AUS)

→ 2011: 2. sæti

Sigurvegari 2011: Craig Alexander (AUS)

→ 2010: 4. sæti

Sigurvegari 2010: Chris McCormack (AUS)

→ 2009: 4. sæti

Sigurvegari 2009: Craig Alexander (AUS)

→ 2008: 1. sæti

Sigurvegari 2008: Craig Alexander (AUS)

→ 2007. sæti: 2