Þrátt fyrir að þríþraut sé tiltölulega ný íþrótt, varð ekki Ólympíuíþrótt fyrr en árið 2000, þá eru mörg hundruð manns sem keppa í þessari íþrótt. Keppt er í bæði kvenna- og karladeild á Ólympíuleikunum.

Best þekktu keppniskonurnar eru eftirfarandi:

Laura Bennet frá Bandaríkjunum. Hún var í fjórða sæti á Ólympíuleikunum sumarið 2008, hún varð í 17 sæti í London árið 2012. Hún fékk silfurverðlaun árið 2003 þegar heimsmeistarakeppnin fór fram, en fékk síðan bronsið árið 2004, 2005, 2007.

Natascha Badmann var fyrsta evrópska konan til þess að vinna Ironman Triathlon World Championship keppnina. Hún vann 1998, 2000, 2001, 2002, 2004 og 2005. Hún kemur frá Swiss.

Lisa Bentley kemur frá Kanada. Hún byrjaði að keppa á níunda áratugnum. Nokkrum árum seinna var hún greind með Cystik fibrose en þrátt fyrir það hefur hún unnið 11 Ironman keppnir.

Best þekktustu einstaklingarnir í karladeildinni eru eftirfarandi:

Richard Varga frá Slóveníu. Hann hefur unnið Aquathlon World Championship 2010, 2012, 2013 og 2015. Hann er talinn vera hraðasti sundmaðurinn í karladeildinni. Hann keppti síðast í Rió árið 2016 en þar lenti hann í 11 sæti.

Ryan Sission frá Nýja Sjálandi, hann keppti í Olympíuleikunum í London árið 2012 en þar lenti hann í 3 sæti. Einnig keppti hann árið 2014 í Commonwealthleikunum og hreppti þar 13. sætið.

Stuart Hayes, fæddist í London árið 1979. Hann byrjaði að æfa sund á ungum aldri en þegar hann var 15 ára gamall sagðist hann vera leiður á því að fara sífelt fram og tilbaka. Hann byrjaði þess vegna að keppa í þríþraut.

Hayes lenti í 3 sæti á heimsmeistaraleikunum árið 2004. Hann komst ekki á Ólympíuleiakna árið 2008 vegna meiðsla. Árið 2010 vann hann heimsmeistarabikarinn þegar hann náði að klára keppnina á einum klukkutíma, 52 mínútum og 32 sekúndum.

Þetta eru best þekktustu nöfn innan þríþrautar íþróttarinnar í heiminum í dag.