Ben Hoffman ekki með í keppninni í ár.

Ironman meistarinn Ben Hoffman mun ekki keppa í keppninni í ár en hann tilkynnti þetta á Instagram síðu sinni þann 4. október.

Ben Hoffman verður því miður ekki með á þessu ári í Ironman World Championship vegna álagsmeiðsla á spjaldhrygg (e. sacral stress fracture.) Colorado-búinn hefur verið einn af farsælustu keppendum síðustu ára, en hann náði öðru sæti árið 2014, fjórða sæti árið 2016 og níunda sæti á síðasta ári. Hann hefur orðið Ironman meistari sex sinnum, síðast með því að fara undir 8 klukkustundir og vann þar með Ironman African Championship árið 2017. (Tíminn hans: 7:58:39.)

,,Því miður er ég með slæmar fréttir í dag,” sagði Hoffman í upphafi Instagram tilkynningar sinnar. ,,Ég verð að tilkynna að ég verð ekki með í Kona 2018. Við förum alltaf að mörkunum til að vera eins tilbúin og mögulegt er fyrir stóru keppnina, og því miður fór ég of langt í þetta sinn. Vegna heilsufars míns hef ég ákveðið að draga mig í hlé frá keppninni í ár. Ég mun engu að síður vera á eyjunni til að styðja styrktaraðila mína og félaga sem eru að keppa. Núna snýst allt um að hvíla sig og endurnærast þannig að ég verði upp á mitt allra besta eins fljótt og auðið er. Ég trúi því fyllilega að ég muni komast yfir þetta og komast aftur í keppnisgír sem fyrst. Ég hlakka nú þegar til 2019. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt mig á þessum tíma. Það er svo mikilvægt að hafa trú ykkar og stuðning.”

Fréttin kemur innan við mánuði eftir að tveggja ára Kona-meistarinn, Jan Frodeno tilkynnti að hann myndi ekki keppa á Big Island vegna sama kvilla og hrjáir Hoffman. Við vonum að þeir muni báðir vera komnir í gott heilsufarslegt ástand á næsta ári og komi tvíefldir til keppnarinnar árið 2019.